Skrítið

 Já mikið þykir mér skondin og skrítin umræðan um hina Íslensku Þjóðkirkju. Sumir vilja gifta samkynheigða aðrir ekki og sitt sýnist hverjum. Mín skoðun á þessu er sú að ekki sé hægt að gifta samkynhneigða í kirkju né heldur blessa í nafni drottins, því biblían segir okkur jú að slíkt sé synd, það er sárt fyrir þá sem eru samkynhneigðir og þeir telja að kirkjan hafni sér. Og sumir ganga jafnvel svo langt að kalla það trúarofstæki. En biblían segir að smakynhneigð sé synd alveg eins og lygar þjófnaður og fleira. Þar stendur líka að Guð elskar alla menn, hann elskar syndarann en hatar syndina. Að samkynhneigð sé synd samkvæmt biblíunni vilja sumir að verði breytt. En þá velti ég fyrir mér hvort ekki sé rétt að ganga alla leið og hætta bara alveg að fara eftir biblíunni í kirkjum landsins því það er fleira í biblíunni sem öðrum minni hluta hópum líkar ekki við í henni. En mér finnst margir hafa gleymt kærleika Krists hann elskar okkur öll hvort sem við erum gul,rauð,svört, eða hvernig svo sem við erum. Mennirnir sem komu með konuna sem drýgði hór og vildu grýta hana fyrir, við þá sagði hann sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum en þeir fóru allir burt og Jesú sagði við hana, ég dæmi þig ekki far þú og syndga ekki framar. Þetta virðist hafa gleymst, við erum öll syndarar og kirkja sem kennir samkvæmt kenningu krists á ekki að blessa synd í neinu formi.

 í jóh. 3;16  segir : "Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir hafi eilíft líf og glatist eigi".


Byrjun

 Já það er gaman að hafa stofnað blogg, vera bloggari Shocking haha. Ég ætla að prófa svona og sjá hvernig það kemur út Blush

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband