Og enn heldur Bjarni áfram

  " Litlu jólin megi halda en án trúboðs-helgileiks"

 Hvernig litlu jól ætli hann sé að tala um ? að jólaleikrit skólanna snúist um jólagjafir. Ég er búinn að lesa yfir stefnuskrá Siðmenntar og get ekki betur séð en þeir styðjist við kristina siðfræði að mestu leiti en þeir annaðhvort þora ekki eða vilja ekki nefna það svo heldur notast við orðið "húmanista"

 Ég legg til að Siðmennt fari í framboð og sjái þá hversu lítinn hljómgrunn þeir hafa því litlju-jólin með sínum helgileik, kristni fræði í skólum og kristin siðfræði á heima í skólum sem og annarsstaðar. Og ég þekki engan sem hefur hlotið skaða af því að taka þátt í litlu-jólunum hjá skólanum.

 


mbl.is Áfram deilt um Krist í kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lipurtá

Siðmennt ætti að opna og reka sinn eigin skóla og hætta að pota í það sem er ekki á þeirra yfirráðasvæði.

lipurtá, 1.12.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Daði Einarsson

Eru þeir ekki bara að benda á að fylgja beri lögum og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirritað og í raun eru orðin að hluta af stjórnarskrá okkar? Er ekki kominn tími á að hætta að tengja trúboð eins trúfélags við skóla landsins?

Daði Einarsson, 1.12.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Daði minn ertu þá með þessari spurningu að spyrja hvort Íslensk þjóð eigi að kalla sig trúlausa frekar en kristna ? Því ég sé ekki af hverju kristin fræði á ekki heima í skólum landsins þar sem Íslendingar teljast til kristinna þjóða.

 Og hvað fjölmenningar samfélag varðar þá er það gott og blessað, en við eigum ekki að þurfa að henda út okkar kristnu gildum af því að fólk frá öðrum menningum hefur flust hingað til okkar. Ef ég fæ gesti heim til mín sem hugsa öðru vísi en ég, hleyp ég ekki  til og hendi öllu út sem gæti komið þeim í uppnám, ef einhverjir trúa öðru en ég er það að sjálfsögðu þeirra mál en krefjist þeir þess að ég breyti öllu svo að þeim líki að koma til mín í heimsókn þá hafa þeir ekkert í heimsókn til mín að gera. Þetta er mín skoðun en jafnframt ber ég þá virðingu fyrir gestum mínum að ég fer ekki fram á að þeir breyti sér til að koma í heimsókn, aðeins að þeir sýni sömu virðingu og ég sýni þeim. Það er enginn neyddur til að mæta í fermingarfræðslu og ef trú fólks er ekki á krist er viðkomandi ekki heldur neyddur til að sækja kristinfræðitíma. 

Gísli Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 10:52

4 identicon

Fróðlegt væri að fá að vita hvort fólk sem kennir sig við siðmennt haldi jól og ef svo er hvers vegna?Jólin eru fæðingarhátíð Jesú Krists sem KRISTNIR menn og konur trúa á. Ef þeir gera það er hræsnin algjör.Og ef siðmenntarfólk vill ekki að börnin sín læri um kristni gera þau bara eins og Vottar Jehóva.börn þeirra læra ekki kristnifræði. Og að lokum en réttur 80%þjóðarinnar?Við sem erum kristin og viljum kristinfræðikennslu,eigum við að láta hvað sem er yfir okkur ganga í nafni umburðalyndis í garð annarra og traðka á okkar trú og gildum?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Hilmar Einarsson

Þetta er skýrt dæmi um hræsnina sem virðist einkenna þennan sértrúarhóp.  Kemur svo sem ekki á óvart eftir að maður hefur lesið sig til um hann, svo ekki sé talað um umræðurnar í Íslandi í dag sl. föstudagkvöld.  Þar tók viðmælandinn þessi sami Bjarni sjálfan sig sem dæmi um húmanista sem telur sig lifa eftir ákveðnum siðferðilegum gildum, sem falla kannski ekki allveg saman með kristilegum gildum.  

Það er kannski ljótt en ég ætla samt að nefna hugrenningar sem koma upp í hugann. 

Skyldi bílstjórinn sem keyrði niður litla drenginn í Reykjanesbæ í gærkvöldi kannski hafa "sín" ákveðnu siðferðilegu gildi?

Þetta fólk sem aðhyllist þennan sértrúarhóp sem kallast Siðmennt, eru fyrst og fremmst yfirgengilega aggresívir andlegir hryðjuverkamenn, (þið verðið að afsaka ornotkunina). 

Hilmar Einarsson, 1.12.2007 kl. 11:15

6 Smámynd: Svartinaggur

Birna Dís: "Fróðlegt væri að fá að vita hvort fólk sem kennir sig við siðmennt haldi jól og ef svo er hvers vegna?Jólin eru fæðingarhátíð Jesú Krists sem KRISTNIR menn og konur trúa á. Ef þeir gera það er hræsnin algjör."

Jólin eru upprunnin úr heiðni og löngu fyrir krist var haldin þessi hátíð ljóssins þegar daginn tók að lengja. Páfagarður "stal" jólunum og ákvað að þau skyldu verða fæðingarhátið frelsarans. Nema einhver geti bent mér á þann stað í biblíunni sem segir að Jesú sé fæddur 25. desember???

Eigum við nokkuð að vera að fullyrða um hræsni náungans áður en málin hafa verið könnuð til hlýtar?

Svartinaggur, 1.12.2007 kl. 11:39

7 identicon

Gísli, ég er ekki í neinu trúfélagi en samt er ég ekki í "heimsókn", enda alíslenskur. Fólkið í siðmennt er held líka að mestu leiti alíslenskt.
Ísland ætti ekki að kallast kristin þjóð neitt frekar en trúlaus þjóð, best væri að Ísland kallaðist þjóð sem treður ekki einni trú upp á þegna sína, trúfrjáls þjóð. Gott og blessað að meirihluti þjóðarinnar sé kristinn, það gerir samt ekki alla þjóðina kristna.

Þú segir að enginn sé neyddur í kristinfræðitíma, þurfa hinir krakkarnir þá að bíða úti á gangi á meðan á kennslu í því stendur? Eða eiga þau kannski bara að stinga puttunum í eyrun á meðan? Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er í dag, veit bara að ég hafði ekkert val á mínum skólaárum.
Varðandi það að 80% þjóðarinnar teljast kristin, hver væri þessi tala ef fólk hefði ekki verið skráð í þjóðkirkjuna sem börn en hefði í staðinn þurft að skrá sig sjálft 18 ára eða eldra? Miklu lægri myndi ég halda...

Bjarni (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 12:31

8 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Það sem ég er að tala um í líkingarformi heimsókn er fjölmenningarsamfélag. En lausn þarf vissulega að finna fyrir þau börn sem ekki eru kristin og vilja ekki eða mega sækja kristinfræðitíma. En það á ekki að láta meirihlutann gjalda fyrir minnihlutann, eins og ég segi finna lausn fyrir hina.

 kv Gísli

Gísli Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 13:04

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kannski Siðmennt ætti að bjóða fram. Húmanistar hafa reyndar boðið nokkrum sinnum fram og fengið á bilinu 0-1% fylgi ef ég man rétt.

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 13:20

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Af skrifum Birnu er greinilegt að ekki er nógu vel staðið að kennslu um þessi mál. Eins og fleiri hafa bent á tengjast jól kristninni nákvæmlega ekkert, og eins og Vottar Jehóva hafa verið duglegir að benda á er í Biblíunni hvergi minnst á að halda skuli "heilög jól".

Svo finnst mér líka fremur undarlegt þetta raus um kristið siðgæði.  Hitler var alinn upp við kristni, Bush yngri telur sig sérlega kristinn og Torquemada var kaþólikki. Gandhi var hindúi, Dalai Lama er búddisti og Jesús var gyðingur.

Er ekki betra að kenna almenna siðfræði en þá sem sérstaklega er boðuð í kristni?

Svo sagði Jesú líka "Leyfið börnunum að koma til mín", ekki "Dragið krakkagerpin í kirkju tvisvar á vetri hvort sem þeim líkar betur eða verr."

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.12.2007 kl. 01:45

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Gísli, að vekja athygli á þessum freku ummælum varaformanns Siðmenntar.

Tinna, þetta innlegg þitt var alveg út í Hróa. Og mundu, að Hitler fyrirleit kaþólska trú.

Jón Valur Jensson, 2.12.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband