Nú er nóg komið !

  Nú finnst mér nóg komið, "litlu jólin burt úr grunnskólanum" segir Bjarni Jónsson varaformaður Siðmenntar. Það er kominn tími til að Bjarni og hans nótar geri sér grein fyrir því að hann er í mjög litlum en háværum minnihlutahópi og ætti að HÆTTA reyna nauðga sinni pólitísku rétthugsun uppá meirihlutann.  Ég hef fullan skilning á ef hann vill ekki að sín börn taki þátt í jólahaldi en hann á þá að eiga það við sig og sitt fólk en ekki nauðga sínum hugmyndum uppá okkur hin. Það er ekki mikið mál að afþakka gjafir en það er greinilega erfitt fyrir Bjarna og Siðmennt almennt að gera slíkt og því vilja þeir banna öllum að taka við Nýja testamentinu sem Gídeon félagið gefur. Kristin trú er opinber trú Íslendinga og það er líka frjálst fyrir þá sem ekki trúa eða vilja vera í Þjóðkirkjunni að vera utan hennar. Þar er komið frelsið sem Bjarni talar svo digurbarkalega um að vanti ! Kannski að Bjarni geri sér ekki ljóst að siðferði Íslendinga er að mestu fengið úr trúnni.

Ég skora á Siðmennt að draga sig og sín börn út úr litlu jólunum og sýni umburðalyndi það sem þeir tala svo fjálglega um, en láti okkur hin ífriði með okkar helgihald og litlu jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það´hefur sýnt sig í gegnum  mannkynsöguna,  að þar sem kristni hefur ríkt  hefur orðið til siðmenning með góðri menntun . Þannig að félagið "siðmennt" er ekki að velja sér viðeigandi nafn .

conwoy (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Gísli

Ég er stjórnarmaður í Siðmennt og talaði við Bjarna Jónsson varaformann félagsins í kvöld.  Hann sagði að rangt hafi verið haft eftir honum í "24-stundum".  Hann sagði ekki að það ætti að hætta að halda Litlu-jólin í skólum.  Siðmennt hefur aldrei sett sig upp á móti þeim.  Vissulega eru mörg lög sungin við það tækifæri sem hafa trúarlegt innihald en hátíið Litlu-jólanna hefur mun víðari skírskotun.  Gagnrýni Bjarna og Siðmenntar beinist fyrst og fremst að bænahaldi og trúarlegri starfsemi í skólum eins og Vinaleiðinni.

Þetta vildi ég leiðrétta en einnig vil ég segja að siðferði okkar er ekki "að mestu fengið úr trúnni" eins og þú heldur fram og margir forystumenn Þjóðkirkjunnar.  Það siðferði og lagaumhverfi sem er við lýði hér og í vestrænum löndum er fengið eftir harða mannréttindabaráttu síðustu tveggja alda og átti sér upphaf með frjálsri hugsun á 16. öld sem aftur sótti hugmyndagrunn sín í hin klassísu fræði grísku heimsspekinganna löngu fyrir tíma Jesú.  Það voru humyndir manngildishyggju og lýðræðis sem sigruðu á endanum, ekki trúarhugmyndir Biblíunnar eða leiðtoga kirkjudeilda. 

Svanur Sigurbjörnsson, 30.11.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég sá í færslu við blogg þitt "Ofsa/öfgatrú???" sagðir þú að Siðmennt hafi lýst yfir því opinberlega að taka ætti út kristinfræðikennslu úr skólum.  Þetta er alrangt og hefur aldrei verið á stefnuskrá Siðmenntar.  Hins vegar höfum við í Siðmennt heyrt af þessum misskilningi (rangfærslum, lygum?) hjá sumum fulltrúum þjóðkirkjunnar á kirkjuþingum.  Þannig hefur þessi misskilningur  líklega breiðst út.  Svo apa aðrir þetta eftir án þess að gæta þeirrar ábyrgðar að skoða vefsíðu Siðmenntar og athuga þetta fyrir víst.  T.d. er nú nýleg grein þar sem heitir "Kennum trúarbragðafræði!".  Kristnin er þar inní líka.  Krafa okkar er hins vegar sú að kennsla í þessum fræðum líkt og öðrum fari fram á hlutlausan og faglegan máta en þar hefur skort uppá þar sem ýmsu efni hefur verið haldið inni og öðru ekki síður mikilvægu haldið úti.

Svanur Sigurbjörnsson, 30.11.2007 kl. 01:59

4 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Ef það er eins og þú segir að rangt sé eftir Bjarna haft í 24 Stundum hlýtur Bjarni að fara fram á leiðréttingu á fréttinni sem gengur út á það sem Bjarni segir í nafni Siðmenntar. Og samkvæmt sem þú segir er þá fréttin röng frá upphafi til enda. Og til að benda þér á siðgæði úr túnni þá er Gamla testamenntið fyrir daga Jesú og þar koma boðorðin tíu inn  Og það var fyrir daga grísku heimspekinganna að ég best veit.

Gísli Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 07:05

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Hvað segir Gísli þá um siðgæðið í restinni af gamla testamentinu?

Ásta Kristín Norrman, 30.11.2007 kl. 10:57

6 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Ásta nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki alveg viss um hvað þú meinar, en ef þú ert að tala um gamla sáttmálann; auga fyrir auga  og tönn fyrir tönn, þá ógilti Jesú þann hluta og boðaði fyrirgefningu og bætti við kærleiksboðorðinu. Vona að þetta svari spurningu þinni.

kv. Gísli

Gísli Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 17:28

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Gísli

Já Bjarni hlaut að fara fram á leiðréttingu og hann hefur persónulega haft samband við blaðakonuna sem var ábyrg.  Einnig hefur Siðmennt birt fréttatilkynningu á vef sínum sem félagið sendi öllum fjölmiðlum í gær föstudag.  Þá fékk Bjarni viðtal við fréttamann á ríkissjónvarpinu en fréttin var ekki keyrð s.l. kvöld.  Vonandi kemur hún í dag laugardag.

Það er hægt að deila um hvaðan ýmislegt í siðferði kom en það er ljóst að rit sem var skrifað fyrir 1700-1800 árum og endurspeglar jafnvel tíma margra alda áður á ekki lengur mikið erindi sem siðferðislegur kompás fyrir nútímaþjóðir.  Vissulega er ýmislegt ágætt í Biblíunni en yfirþyrmandi meira af ýmsu slæmu eins og kúgun kvenna og þrælahaldi.  Þá er hún allt of einföld til að gagnast sem leiðbeining fyrir fólk til að leysa úr ágreiningsefnum eða takast á við flókin siðferðislega úrlausnarefni eins og fóstureyðingar og rannsóknir á stofnfrumum.  Þó að ákveðinn kjarni í Biblíunni lifi áfram þá er siðferði okkar og lagalegt umhverfi f.o.f. komið frá upplýsingunni og hugsjónum um manngildi og einstaklingsfrelsi.  Þá hafa pólitískar hugmyndir gjörbreyst og samtryggingarkerfi manna og siðfræði kringum það þróast verulega frá því að Biblían var skrifuð. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.12.2007 kl. 01:55

8 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Ég get ekki verið sammála þér um að Biblían gagnist ekki til leiðbeininga um úrlausnir ágreinings. Maðurinn á hinsvegar erfitt með og vill helst ekki oft á tíðum viðurkenna að til Guð sem er honum æðri og enn síður af því að hann getur ekki séð hann með berum augum. Ég er breyskur og fer oft útaf þrönga veginum sem Jesú boðar því ég er langt í frá fullkominn en ég geri mitt besta til að fara eftir kærleiksboðorði Krists Jóh; 13.34-35. sem og Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra Matt; 7.12  ég vill líka minna á að samkvæmt Biblíunni eru ALLIR menn jafnir fyrir Guði og hann elskar alla, en EKKI bara suma.

Ég bið þér og þínum Guðs blessunar sem og öllum öðrum

Gísli Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband