Loksins Jól

  Já loksins eru blessuð jólin komin, tíminn þar sem ég og mín fjölskylda fögnum fæðingu frelsarans. Mikið höfum við hlakkað til. Stelpurnar hafa meðal annars spurt mig hvort Jesú hafi í alvörunni fæðst á aðfangadag klukkan sex, því að sumir segja að hann hafi ekki fæðst þá. Svarið við þeirri spurningu var mjög einfalt ég veit það ekki en við fögnum fæðingardegi hans á jólunum alveg eins og við höldum ekki uppá þeirra afmæli alltaf akkúrat á afmælisdegi þeirra. Þetta fannst þeim gott að vita og margir hafa velt sér uppúr þessu á bloggheimum og annarsstaðar. En þetta finnst mér ekki mikið mál, því að mínu mati eru jólin fagnaður til heiðurs fæðingu frelsarans Jesú krists og kærleika hans til allra manna.

 Ég óska ykkur öllum Guðs blessunar og gleðilegra jóla, og bið Drottin Jesú að gefa ykkur gott nýtt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband